Joshua Louis Hillyard var handtekinn í síðustu viku vegna málsins í kjölfar fundar hans við skilorðsfulltrúa sinn. Lögreglan var þá fullviss um að það væri Hillyard sem hefði sent typpamyndina og byggði þá vissu sína á húðflúri á líkama hans og á typpinu. Á typpi hans er húðflúrað: „fun size“ og það var einmitt þetta sem varð honum að falli. Lögreglumenn í Arizona segjast ekki í nokkrum vafa um að Hillyard sé sá sem sendi myndina.
Stúlkan lét starfsmann í skóla sínum vita af myndasendingunni en hún þekkti Hillyard sem hún hafði hitt í tengslum við mentoráætlun.
Hillyard sagði við yfirheyrslur að hann hefði talið stúlkuna vera 16 ára og því í lagi að senda henni typpamynd en í Arizona telst slíkt brot ef viðtakandinn er yngri en 18 ára.
Hillyard er svokallaður góðkunningi lögreglunnar því hann hefur hlotið dóma fyrir innbrot, fjársvik og eiturlyfjasölu.