fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

New England Patriots sigruðu í keppninni um Ofurskálina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 05:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið New England Patriots sigraði í keppninni um Ofurskálina, Super Bowl, í nótt en liðið mætti Los Angeles Rams í hinum árlega leik um þennan eftirsótta titil. Þetta var í sjötta sinn sem Patriots vinna Ofurskálina og jöfnuðu þar með met Pittsburgh Steelers sem hafa einnig unnið Ofurskálina sex sinnum. Aldrei hafa færri stig verið skoruð í Ofurskálinni eða aðeins 16 en Patriots sigruðu 13-3. Það gefur því auga leið að varnarleikurinn var í hávegum hafður.

Hin goðsagnakenndi leikstjórnandi Tom Brady leiddi lið sitt til sigurs en hann er eini leikmaðurinn í sögu NFL sem hefur unnið Ofurskálina sex sinnum.

Eftir fyrsta leikfjórðung var staðan 0-0. Brady og aðalþjálfari Patriots, Bill Belichick, hafa níu sinnum keppt saman um Ofurskálina og í þessum leikjum hafa lið þeirra aðeins skorað þrjú stig samtals í fyrsta leikfjórðungi. En samt sem áður höfðu þeir sigrað fimm sinnum áður en leikur næturinnar hófst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut