fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Vísindamenn fóru loksins niður á botninn – „Það var ekkert sem gat útskýrt þetta.“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 06:59

Great Blue Hole. Mynd;Aquatica Submarines

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni hafa vísindamenn rannsakað botninn í hinni risastóru og djúpu holu „Great Blue Hole“ sem er utan við strendur Belís. Þessi hola hefur verið heimsþekkt og vinsæll áfangastaður kafara síðan sjávarlíffræðingurinn Jacques Cousteau kynnti heiminum hana.

Holan er um 70 kílómetra frá ströndum Belís í miðju Lighthouse kóralrifinu. Holan hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 1996. En þrátt fyrir vinsældir hennar hefur lítið sem ekkert verið vitað um hvað væri á botni hennar, þar til nú.

Nýlega var gerður út leiðangur til að kortleggja hið magnaða vistkerfi sem er í þessari 124 metra djúpu holu. Í þrjár viku í nóvember og desember var kafað daglega niður til að taka myndir og gera þrívíddarlíkan af holunni með aðstoð sónartækis.

 

Svona lítur holan út í þrívíddarmyndavél. Mynd:Aquatica Submarines

Bryan Price, aðstoðarforstjóri Aquatica Submarines, segir að nú verði hægt að sýna hvernig holan lítur út að innan. Fyrirtæki hans útvegaði búnaðinn sem var notaður í leiðangrinum. TV2 hefur eftir honum að á botninum hafi fundist spor sem ekki hefur enn tekist að greina.

Þetta var meðal annars að sjá ofan í holunni. Mynd:Aquatica Submarines

Sjálfur lýsti hann þessu sem „ferð til tunglsins þar sem maður finnur fótspor sem ekki ættu að vera þar“.

„Við hugleiddum hvort þetta væri eftir dýr sem hefði dregist áfram eftir botninum eða hvort eitthvað hefði sokkið til botns og rúlla á honum en það passaði ekki. Það var ekkert sem gat útskýrt þetta.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu