fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hvernig endaði hvalur inni í Amazonfrumskóginum?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 23:00

Af hverju endaði hann í Amazonfrumskóginum? Mynd:bicho_dagua

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það veldur vísindamönnum, og eflaust mörgum öðrum, töluverðum höfuðverk þessa dagana að reyna að finna skýringu á hvernig 8 metra langur hnúfubakur endaði inni í Amazonfrumskóginum. Hvalurinn fannst um 15 metra frá Atlantshafsströnd skógarins á Marajo eyju sem er við norðaustur strönd Brasilíu.

Líffræðingar frá Bicho D‘agua stofnuninni, sem eru áhugasamtök sem vinna á Marajo eyju, segja að hvalurinn hafi verið dauður þegar hann rak á land með sterkum straumi og aðfalli. Hann endaði för sína í fenjaviði um 15 metra frá ströndinni.

Um kálf er að ræða, um árs gamlan, 8 metra langan.

Hvalurinn rannsakaður. Mynd:bicho_dagua

Nú er verið að rannsaka af hverju hvalurinn var svona langt frá náttúrulegum heimkynnum sínum að vetrarlagi. Sýni hafa verið tekin úr hræinu til að reyna að komast að hver dánarorsök dýrsins var.

Það var mikið fuglager sem vísaði fólki á hræið en ólíklegt er að það hefði fundið ef fuglar hefðu ekki vísað á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki