Árás Indverja í gær var hefnd fyrir sjálfsmorðsárás á indverska hermenn fyrir tveimur vikum en þá féllu 40 hermenn.
Reuters segir að einn indverskur flugmaður hafi verið handtekinn í morgun eftir að flugvél hans var skotinn niður. Pakistönsk yfirvöld segja að tveir flugmenn hafi látist.
Önnur flugvélin hrapaði til jarðar á indversku yfirráðasvæði í Kasmír en hin á pakistönsku yfirráðasvæði.
Indverjar sögðu í morgun að pakistanskar herflugvélar hefðu rofið indverska lofthelgi í nótt. Við því var brugðist með að loka fjórum flugvöllum í norðurhluta Indlands.
Áhyggjur hafa verið af vaxandi spennu á milli ríkjanna enda allt annað en gott ef til stríðsátaka kemur. Bæði ríkin eiga kjarnorkuvopn og óttast sumir að þeim verði beitt ef til átaka kemur.