fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Danskur stjórnmálamaður ákærður fyrir morðtilraun – Reyndi að myrða konu og barn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 19:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

René Kauland, 41 árs bæjarfulltrúi Venstre í Greve í Danmörku, hefur verið ákærður fyrir morðtilraun síðasta vor. Ákæruvaldið telur að hann hafi reynt að myrða konu með exi á heimili hennar.

Árásin átti sér stað aðfaranótt 11. maí 2018 á heimili konunnar í Greve. René braut inn í hús konunnar um miðja nótt að sögn ákæruvaldsins. Hún var sofandi við hlið dóttur sinnar í svefnherberginu. René og konan þekktust áður en lögreglan hefur ekki viljað skýra frá tengslum þeirra.

Samkvæmt ákærunni sló René konuna í höfuð og líkama með „þungu höggvopni“. Hún hlaut fjölda beinbrota á handleggjum og fótum. Slagæð skaddaðist einnig og því telur saksóknari að René hafi ætlað að drepa konuna. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa slegið 10 ára dóttur konunnar í andlitið, það telur ákæruvaldið vera „sérstaklega hættulega líkamsárás“.

Danska ríkisútvarpið segir að þegar málið kom upp á síðasta ári hafi lögreglan fljótlega beðið almenning um hjálp við að finna fatnað René en lögreglan taldi að hann hefði losað sig við fatnaðinn nærri heimili konunnar auk lambhúshettu og skópars.

René var handtekinn fyrir hádegi á árásardaginn og úrskurðaður í gæsluvarðhald næsta dag og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Þá ákvað dómari að ekki mætti skýra frá nafni hans opinberlega en það bann er nú fallið úr gildi þar sem búið er að gefa út ákæru. Málið verður tekið fyrir hjá undirrétti 6. mars.

René var kosinn í bæjarstjórn Greve haustið 2017. Hann er formaður skóla- og fræðsluráðs en hefur verið í leyfi frá störfum frá því um miðjan maí á síðasta ári. Hann er enn bæjarfulltrúi að nafninu til og getur haldið því embætti svo lengi sem hann er kjörgengur. Ef hann verður sakfelldur verður hann væntanlega sviptur kjörgengi. Hann neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga