fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Blásýru stolið í Noregi – Dugir til að drepa 125 manns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 08:03

Blásýran er í umbúðum eins og þessum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðustu viku var sendiferðabíl stolið í Lørenskog í Noregi. Það er eitt og sér ekki í frásögur færandi en það sem gerir málið frásagnarvert er að í bílnum voru 25 grömm af blásýru. Blásýra er baneitruð og dugir þetta magn til að drepa 125 manns. Efnið átti að fara til Oslóarháskóla þar sem nota átti það við rannsóknir.

Blásýran er frá Sigma-Aldrich sem er í eigu lyfjafyrirtækisins Merck. Málið er litið mjög alvarlegum augum og lögreglan hefur lagt mikla vinnu í að reyna að hafa uppi á sendiferðabílnum en án árangurs.

Það þarf aðeins 0,2 grömm af blásýru til að verða manneskju að bana.

Lögreglan útilokar ekki að bílþjófurinn hafi losað sig við blásýruna og hefur beðið fólk um að vera á varðbergi og tilkynna strax til lögreglunnar ef það telur sig hafa fundið efnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið