fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Leyfði Tinder-deitinu að flytja inn eftir fimm daga – Upphafið að hálfs árs martröð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 07:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að dýpst inni hafi ég gert þetta því ég var hrædd um að ég myndi ekki finna neinn sem líkaði við mig eins og ég er.“

Þetta sagði Tascha Svane Andersen, 32 ára, í samtali við BT um þá ákvörðun sína að leyfa Tinder-deitinu að flytja inn til sín eftir aðeins fimm daga. Þessi ákvörðun var upphafið að hálfs árs martröð.

Hún sagðist hafa verið hrædd um að enda alein og þegar hún komst í samband við mann, sem sýndi henni áhuga, í gegnum stefnumótaapp hafi hún verið upp með sér og eiginlega í hans höndum. Henni fannst þó undarlegt á fyrsta stefnumótinu að sterk áfengislykt var af honum. Hann sagði að hann hefði verið að djamma kvöldið áður og hún ýtti þessu því frá sér.

Fimm dögum eftir að þau komust í kynni á stefnumótaappinu sagði hann henni að meðleigjandi hans hefði hent honum út. Tascha fannst hann indæll og vildi gjarnan kynnast honum betur og leyfði honum því strax að flytja inn til sín.

„Ég hugsaði með mér að ég yrði að taka þann fyrsta og besta því hvað ef mér byðist ekki annað tækifæri?“

Hún var mjög hrifinn af honum og vonaðist til að samband þeirra gæti þróast vel.

Eftir mánaðarsambúð spurði hann hvort móðir hans mætti koma í heimsókn og búa hjá þeim í smá tíma. Tascha hugsaði ekki mikið út í þetta og sagði já.

„Áður en ég vissi af var hún flutt inn í íbúðina mína og þá fóru hlutirnar að vinda upp á sig. Af gömlum vana legg ég matarpeninga til hliðar í umslag. Þrátt fyrir að ég tæki málið ekki upp við hann vissi ég vel að þau tóku peninga úr umslaginu því ég sá að það hurfu peningar úr því.“

Peningunum var eytt í áfengi og hass. Mæðginin höfðu ekkert annað fyrir stafni á daginn en að drekka bjór og reykja hass.

Hægt og rólega fór að renna upp fyrir Tascha, sem er kennaranemi, hversu slæmt ástandið var.

„Kvöld eitt fékk ég bara nóg. Enn einu sinni kom ég heim úr vinnu og íbúðin líktist helst kamri og þau voru bæði blindfull. Ég gekk að honum og sagði að nú færi móðir hans héðan út og það nú.“

Mæðginin yfirgáfu bæði íbúðina um kvöldið. Hann vildi ekki yfirgefa móður sína en Tascha játar að hún hafi vonað að hann myndi velja sig.

„Hluti af mér vonaði að hann myndi velja mig. En ég vissi líka að líkurnar á að hann myndi vera áfram voru litlar.“

Dagana á eftir rann enn betra ljós upp fyrir henni um hvað hafði verið á seyði. Hún komst að því að leigufélagi mannsins hafði ekki hent honum út heldur hafði þáverandi unnusta hans gert það því hann hafði haldið framhjá henni.

„Síðan komst ég að því að hann hafði selt hass úr íbúðinni minni. Fullt af fólki byrjaði að koma og vildi kaupa hass. Ég hugsaði bara með mér: „Hvað er í gangi?““

Auk þess komst hún að því að hann hafði stundað kynlíf með annarri fyrrum unnustu sinni á meðan hann bjó með Tascha og barnað hana.

Tascha sagði að þrátt fyrir að hafa komist að öllu þessu eftir að hann var fluttur út hafi hún innst inni vitað frá upphafi að þetta var dauðadæmt en samt sem áður var eitthvað sem kom í veg fyrir að hún sliti sambandinu.

„Það er af því að ég hafði á tilfinningunni að ég ætti ekkert betra skilið.“

Ein af ástæðunum fyrir að henni hefur aldrei fundist hún nægilega góð og alltaf verið hrædd við að vera alein er að hún getur ekki eignast börn.

„Það hefur verið þannig að um leið og ég hef fundið einhvern sem hefur sýnt mér áhuga hef ég kastað mér út í þetta af lífi og sál. Þetta hefur verið ávísun á mörg misheppnuð sambönd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum