Denver Post segir að á þriðjudaginn í síðustu viku hafi James Neal, 72 ára, verið handtekinn í Colorado vegna málsins.
„Við gleymdum Lindu aldrei.“
Sagði Jon Lewis, lögreglustjóri í Newport Beach, á fréttamannafundi þar sem tilkynnt var um handtökuna.
Linda sást síðast á lífi þann 6. júlí 1973 þegar hún gekk heim úr skóla. Lík hennar fannst næsta dag en 45 ár liðu þar til meintur morðingi hennar var handtekinn.
Neal bjó í Kaliforníu í byrjun áttunda áratugarins og starfaði við byggingarvinnu þegar Linda var myrt. Fljótlega eftir morðið flutti hann til Flórída og breytti nafni sínu. DNA fannst við lík Lindu en þegar tækninni fleygði fram og hægt var að rannsaka lífsýnið betur fannst engin svörun í gagnabönkum lögreglunnar.
En með nýrri aðferð, sem lögreglan hefur beitt mikið að undanförnu, tókst að hafa uppi á Neal. Í aðferðinni felst að lögreglan notar DNA-upplýsingar úr almennum gagnabönkum um erfða- og ættfræði til að finna fólk. Í janúar gaf DNA-sýnið svörun við sýni úr ættingja Neal og í framhaldinu komst lögreglan á spor hans.
Foreldrar Lindu eru látnir en systkinum hennar var strax tilkynnt um handtökuna.