fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Byggingaverkamenn björguðu hundi frá drukknun – Eða það töldu þeir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 18:44

„Hundurinn“ góði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur ungra byggingaverkamanna brást snarlega við þegar þeir sáu ískaldan og dauðvona hund í Pärnu ánni í Sindi í Eistlandi nýlegar. Þeir björguðu dýrinu úr ánni og fóru með hann til dýraverndunarsamtaka í þeirri von að hægt yrði að bjarga lífi hundsins.

Þar á bæ brá fólki töluvert þegar það tók við dýrinu því hér var ekki um hund að ræða heldur ungan úlf. Hann var illa á sig kominn, kaldur og hrakinn og hefði drepist ef byggingaverkamennirnir hefðu ekki komið honum til bjargar.

Þeir sáu þegar hann fór niður í gegnum ís á ánni og komst ekki upp úr aftur af sjálfsdáðum. Þeir brutu því ísinn upp með verkfærum og gátu þannig opnað leið fyrir úlfinn upp á land.

Talsmaður dýraverndunarsamtakanna sagði að byggingaverkamennirnir hafi rætt lítillega um hvort þetta væri úlfur sem þeir voru að bjarga en hafi eiginlega ekki trúað því og því flutt hann í dýraathvarfið.

Um karldýr var að ræða og jafnaði það sig fljótt og var sleppt aftur að kveldi dags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi