Þar á bæ brá fólki töluvert þegar það tók við dýrinu því hér var ekki um hund að ræða heldur ungan úlf. Hann var illa á sig kominn, kaldur og hrakinn og hefði drepist ef byggingaverkamennirnir hefðu ekki komið honum til bjargar.
Þeir sáu þegar hann fór niður í gegnum ís á ánni og komst ekki upp úr aftur af sjálfsdáðum. Þeir brutu því ísinn upp með verkfærum og gátu þannig opnað leið fyrir úlfinn upp á land.
Talsmaður dýraverndunarsamtakanna sagði að byggingaverkamennirnir hafi rætt lítillega um hvort þetta væri úlfur sem þeir voru að bjarga en hafi eiginlega ekki trúað því og því flutt hann í dýraathvarfið.
Um karldýr var að ræða og jafnaði það sig fljótt og var sleppt aftur að kveldi dags.