En það er hægt að sjá hana í mörgum öðrum löndum. Szabolcs Nagy tók meðfylgjandi myndband í Lundúnum þann tíunda þessa mánaðar þegar hann var að fylgjast með geimstöðinni. Á upptökunni sést þegar hún skýst fyrir tunglið.
Myndatakan var nokkrum erfiðleikum háð því skýjað var en þetta tókst hjá Nagy og úr varð þetta magnaða myndband.
Myndbönd hans og ljósmyndir hafa vakið athygli margra sem afneita vísindum og segja að gervihnettir, geimför og Alþjóðlega geimstöðin séu ekki til en það er mikill minnihluti fólks.