Fram kemur að „margir aðilar sem tengjast glæpagengjum“ séu í mikilvægum störfum á vellinum. Auk Hells Angels eru tvö önnur skipulögð glæpasamtök nefnd til sögunnar en öll tengjast þessi glæpasamtök fíkniefnaviðskiptum og fleiru.
Margir þeirra vinna við vopnaleit eða í farangursdeildinni. Því er velt upp að þetta geti veitt glæpasamtökunum gullið tækifæri til að koma hlutum (jafnvel vopnum) og fíkniefnum í gegnum flugvöllinn.
Hópur fullgildra meðlima í Hells Angels hefur til dæmis haft aðgang að flugbrautunum en leiðtogi þessa hóps var nýlega handtekinn eftir að „hafa pantað 30 kíló af kókaíni sem var smyglað flugleiðis frá Kólumbíu“ segir í skýrslunni.
Arlanda er stærsti flugvöllur Svíþjóðar en um 25 milljónir farþega fara um hann árlega.