Samkvæmt lögregluskýrslu þá varð stúlkan vör við að maður gekk á eftir henni í töluverðan tíma. Hún jók því hraðann þegar hún varð vör við að hann dró á hana. Fyrirætlanir hans urðu alveg ljósar þegar hann tók til fótanna í átt að henni og greip um úlnlið hennar.
En af einhverjum ástæðum reiknaði maðurinn ekki með viðbrögðum hundsins. Hann brást illa við og réðst á manninn og beit hann í höndina. Við það neyddist hann til að sleppa takinu á stúlkunni. Hann lagði síðan á flótta og stúlkan komst heim.
Lögreglan gerði mikla leit að manninum en hann fannst ekki og er málið því enn óupplýst.