fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Loka Færeyjum fyrir ferðamönnum eina helgi í apríl – Er þetta eitthvað sem Íslendingar ættu líka að gera?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 20:00

Klaksvík í Færeyjum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá föstudeginum 26. apríl til sunnudagsins 28. apríl næstkomandi verða Færeyjar lokaðar ferðamönnum. Einhverjir kunna að undrast þetta en ástæðan er góð og gild að mati heimamanna eins og kemur fram á vefsíðunni Visitfaroeislands.com.

Þar segir að eyjarnar glími ekki við of mikla ásókn ferðamanna sem samt sem áður hafi viðkvæm náttúran á nokkrum viðkvæmum ferðamannastöðum fundið fyrir áhrifunum af fjölgun ferðamanna. Það þurfi að leggja hönd á plóginn til að tryggja að þessir staðir haldi glæsileika sínum og aðdráttarafli. Sjálfbærni sé markmiðið.

Af þessum sökum verður eyjunum lokað fyrir ferðamönnum fyrrgreinda helgi til að heimamenn geti sinnt viðhaldi þar sem þess er þörf. Þeir ferðamenn, sem eru reiðubúnir að taka þátt í verkefninu, fá þó að koma til eyjanna þessa helgi og vinna við endurbæturnar með heimamönnum.

Heimamenn munu ákveða hvaða svæðum þarf að hlúa að til að tryggja sjálfbærni ferðamannaiðnaðarins í eyjunum. Á heimasíðunni er sú ósk sett fram að fleiri lönd fylgi í fótspor þessara nágranna okkar og komi á laggirnar sínum eigin „viðhaldshópum“.

„Ferðamönnum hefur fjölgað um 10% í Færeyjum á undanförnum árum. Við tökum þeim opnum örmum en viljum um leið tryggja að álagið vegna ferðamennsku verði ekki of mikið.“

En ættum við Íslendingar að feta í fótspor frændfólks okkar í Færeyjum? Hvað finnst lesendum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi

Frans páfi hringdi á þennan stað á hverju einasta kvöldi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 5 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð