CNN skýrir frá þessu.
Eyjan, sem dýrin bjuggu á, er aðeins fimm hektarar og liggur á milli Queensland í Ástralíu og Papúa Nýju-Gíneu. Á áttunda áratugnum voru mörg hundruð dýr af þessari tegund á eyjunni. 1992 hafði dýrunum fækkað mikið og yfirvöld lýstu tegundina í útrýmingarhættu.
2016 hafði ekkert dýr þessarar tegundar sést í 10 ár og því lýsti háskólinn í Queensland hana útdauða. Nú hafa áströlsk yfirvöld fylgt í fótspor háskólans og lýst tegundina opinberlega útdauða.
Í skýrslu háskólans í Queensland frá 2016 segir að útdauði tegundarinnar sé líklegast vegna hækkandi sjávarborðs sem hafi minnkað það landsvæði sem dýrin höfðu til að lifa á.