Þetta kemur fram í umfjöllun The Sun sem ræddi við Agnesi sem starfar á fjögurra stjörnu hóteli í Edinborg í Skotlandi. Hún segir að það sé mjög góð hugmynd hjá gestum að þvo hnífapör, sem eru oft á hótelherbergjum, áður en þeir nota þau.
„Ég hef aldrei gert það sjálf en ég veit að sumir samstarfsmenn mínir nota bara tuskur til að þurrka af hnífapörunum en þeir nota þessa klúta líka til að þrífa klósettin og þurrka af. Hér á hótelinu höfum við ekki fengið neinn búnað til hreingerninga svo við verðum bara að spila af fingrum fram.“
„Setjið handklæði sem á að skipta út á gólfið.“
Eitthvað á þessa leið eru upplýsingar sem gestir margra hótela fá og síðan fylgir upptalning á hversu mikinn þvott það getur sparað ef fólk notar handklæðin oftar en einu sinni. En það getur borgað sig að skipta um handklæði þótt þú hafir ekki einu sinni notað það. Martin, sem starfar á vinsælu frönsku hóteli, sagði að oft endist honum ekki dagurinn til að skipta um handklæði í öllum herbergjunum og því sleppi hann því oft að skipta þeim út. Hann hafi meira að segja látið handklæði, sem voru notuð af fyrri gestum, líta út fyrir að vera ónotuð og skilið þau eftir í herbergjum.
„Oft setti ég þau á ofninn svo þau myndu þorna á meðan ég bjó um og þreif baðherbergið.“
En þetta er bara hátíð miðað við það sem Anna, sem starfar á lúxushóteli í Belfast, sagði. Hún sagði að starfsfólkið noti handklæðin oft til að þrífa klósettin.
Dan, sem starfar á móteli í Mariposa, sagði að það væri góð hugmynd hjá gestum að kanna hvort það sé í raun hreint á rúmum. Oft hafi starfsfólkið ekki tíma til að skipta um og láti það því eiga sig.