Gríðarlegur fjöldi nautgripa hefur drepist eða farið svo illa út úr þessum hamförum að bændur þurfa að aflífa þá. Bændur hafa því þurft að aflífa gríðarlegan fjölda dýra og sumstaðar hafa þeir óttast að verða uppiskroppa með skotfæri, slíkur er fjöldi dýranna sem þeir hafa þurft að aflífa.
Þeir þurfa að hafa hraðar hendur við að aflífa dýrin og urða því hitinn er kominn yfir 30 gráður og mikil smithætta er á ferðum af dauðu dýrunum. Hermenn hafa verið sendir á vettvang til að aðstoða við urðun dýranna.
Auk bústofna er líka óttast um afdrif villtra dýra á borð við kengúrur. Á stórum svæðum sjást engar lifandi kengúrur, aðeins dauðar. Líffræðingar óttast jafnvel að einhverjar tegundir hafi algjörlega horfið af sjónarsviðinu í þessum miklu hamförum. Ef það er rétt verður mun erfiðara fyrir vistkerfið að jafna sig.
https://www.facebook.com/robkatterMP/videos/2082006085431087/?t=0