fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Söguleg tíðindi – Bjóða upp á fasteignalán með 0 prósent vöxtum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau sögulegu tíðindi hafa nú orðið að fasteignaeigendur geta tekið lán, með veði í fasteign, með 0 prósent vöxtum. Lánið er til 10 ára. Það er þó ekki alveg kostnaðarlaust að taka slíkt lán því lántakendur verða að greiða gjald til lánveitandans en á móti kemur að engir vextir eru greiddir af láninu.

En áður en áhugasamir rjúka af stað út í banka til að kanna með lán sem þetta er rétt að taka fram að lán sem þetta er ekki í boði hér á landi heldur er það í Danmörku sem byrjað er að bjóða upp á lán sem þetta.

Það er Jyske Realkredit lánastofnunin sem hefur ákveðið að veita lán sem þetta með 0 prósent vöxtum. Það hefur aldrei áður gerst í Danmörku að boðið hafi verið upp á lán með 0 prósent vöxtum. Vextir þar eru lágir í samanburði við hér á landi og ekki er óalgengt að lán til 30 ára, sem er tekið til fasteignakaupa, beri 1,5 til 2 prósent fasta vexti allan lánstímann og svo er auðvitað engin verðtrygging.

Jótlandspósturinn segir að reiknað sé með að fleiri lánastofnanir muni fylgja í kjölfarið og bjóða upp á lán með 0 prósent vöxtum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í