fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Húshjálp Michael Jackson leysir frá skjóðunni: Þetta sá hún á Neverland-búgarðinum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adrian McManus, sem starfaði sem húshjálp hjá tónlistarmanninum Michael Jackson, opnar sig um það sem fyrir augu bar á Neverland-búgarðinum, í viðtali við 60 Mínútur. Þátturinn verður sýndur vestan hafs næstkomandi sunnudag.

Ásakanir um barnaníð Michael Jackson koma meðal annars fram í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. Myndin verður tekin til almennra sýninga í mars næstkomandi. Í myndinni er meðal annars sögð saga þeirra Wade Robson og Jimmy Safechuck sem voru börn þegar þeir umgengust Jackson þegar hann var á hátindi ferils síns. Báðir segja að Jackson hafi brotið gegn þeim kynferðislega.

McManus var ráðin til starfa í Neverland árið 1990. Þremur mánuðum síðar var henni treyst til að sjá um einkasvítu Jacksons á búgarðinum. Í stiklu fyrir þáttinn á sunnudag segist hún hafa séð ýmislegt sem benti til þess að Jackson ætti sér ákveðnar skuggahliðar. Hún hafi meðal annars séð hann „gæla við“ og „kyssa“ unga drengi.

„Ég sá mikið af kjassi, knúsum, gælum og kossum,“ segir hún og bætir við að þó svo að mikill glamúr hafi verið í kringum Jackson hafi hann augljóslega verið „þjakaður“ í einkalífinu. „Það var mjög blíð hlið á honum en einnig mjög skuggaleg hlið,“ segir hún og bætir við að henni hafi verið hótað lífláti ef hún myndi tjá sig opinberlega um það sem fyrir augu bar. „Þeir sögðu að þeir gætu ráðið leigumorðingja sem myndi drepa mig, skera mig á háls og líkið myndi aldrei finnast.“

Ekki liggur ljóst fyrir, samkvæmt frétt Mail Online sem fjallar um málið, hverjir „þeir“ eru. Viðtalið verður þó sem fyrr segir sýnt í heild sinni næstkomandi sunnudag í 60 Mínútum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans
Pressan
Í gær

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað nákvæmlega gerðist í sumarbústaðnum í skóginum?

Hvað nákvæmlega gerðist í sumarbústaðnum í skóginum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum Playboyfyrirsæta útskýrir af hverju Hugh Hefner bannaði konunum að nota rauðan varalit

Fyrrum Playboyfyrirsæta útskýrir af hverju Hugh Hefner bannaði konunum að nota rauðan varalit
Pressan
Fyrir 4 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borðaði síðustu máltíðina þrisvar sinnum en fær nú ný réttarhöld

Borðaði síðustu máltíðina þrisvar sinnum en fær nú ný réttarhöld
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins