fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Gestir Miklagljúfurs hafa árum saman verið útsettir fyrir mikilli geislun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 08:05

Miklagljúfur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa gestir í Miklagljúfri (Grand Canyon) í Arizona í Bandaríkjunum verið útsettir fyrir mikilli geislun af völdum úrans í þremur málningarfötum. Föturnar stóðu í safninu við þetta heimsþekkta gil.

USAToday skýrir frá þessu. Segir blaðið að nú hafi öryggistjóri svæðisins skýrt frá því að í tvo áratugi hafi þrjár fötur með úrani staðið á safninu án þess að nokkuð væri aðhafst með þær. Mjög líklegt megi teljast að gestir safnsins hafi orðið fyrir geislun.

Föturnar voru fjarlægðar á síðasta ári en það er fyrst nú að skýrt er frá þessu eftir að öryggisstjórinn, Elston Stephenson, skýrði starfsfólki frá þessu í tölvupósti fyrr í mánuðinum.

Fram kemur í töluvpóstinum að geislunin hafi verið hærri en öryggismörk bandarísku kjarnorkumálastofnunarinnar segja til um að sé hættulaust.

Föturnar voru um hríð geymdar við hlið sýningar á uppstoppuðum dýrum en þangað komu skólabörn oft og sátu í allt að 30 mínútur á meðan þau horfðu á mynd. Þau urðu því fyrir geislun á meðan.

Stephenson segir að fullorðnir gætu hafa orðið fyrir 400 sinnum meiri geislun en öryggismörk kjarnorkustofnunarinnar segja til um og börn allt að 4.000 sinnum meiri geislun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?