fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Tvennt lést í þyrluslysi í Noregi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 08:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl og kona á fimmtugsaldri létust í þyrluslysi í Hörðalandi í Noregi í gær. Lögreglan segir að þyrlunni hafi verið flogið beint inn í fjallshlíð.

Tilkynnt var um hvarf þyrlunnar skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Hún var á leið frá Røldal skíðasvæðinu til Karmøy. Flak þyrlunnar fannst skammt frá Røldal skíðasvæðinu að sögn lögreglunnar.

Lögreglan staðfesti á fjórða tímanum í nótt að þyrlan væri fundin. Það var áhöfn leitarþyrlu sem fann þyrluna og gat beint leitarmönnum að henni. Nú er verið að vinna að því að flytja lík fólksins niður úr fjallshlíðinni en um 15 manns koma að því verkefni.

Norska flugslysanefndin mun rannsaka málið ásamt lögreglunni.

Þyrlan tók á loft klukkan 14.30 en það var ekki fyrr en á tíunda tímanum í gærkvöldi sem tilkynnt var um hvarf hennar en það voru ættingjar fólksins sem það gerðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu

Gekk í gegnum furðulega breytingu eftir að hún varð fyrir eldingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“

Dóttir Elon Musk urðar yfir föður sinn og segir Teslu ekkert annað en svikamyllu – „Óöruggur lítill fábjáni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut