fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Starfsmaður á núðlustað hvarf sporlaust – Kom fram á sjónarsviðið eftir 41 ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 19:00

Minoru Tanaka hvarf sporlaust 1978.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1978 starfaði Minoru Tanaka á núðlustað í Japan. Þetta sama ár hvarf hann sporlaust og héldu japönsk stjórnvöld því fram að honum hefði verið rænt af útsendurum frá Norður-Kóreu. En ekkert heyrðist frá honum og stjórnvöld í Norður-Kóreu staðhæfðu að hann hefði aldrei stigið niður fæti þar í landi.

Kyodo News skýrði frá því um helgina að Tanaka sé á lífi og við ágæta heilsu. Hann býr í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, ásamt eiginkonu sinni og börnum. Reuters skýrir frá þessu. Kyodo News hefur heimildir fyrir þessu frá heimildamönnum í japanska stjórnkerfinu.

Shinzp Abe, forsætisráðherra Japan, hefur áður rætt rán Norður-Kóreumanna á japönskum ríkisborgurum en þeim var rænt til að flytja þá til Norður-Kóreu þar sem þeir áttu að hljóta þjálfun sem njósnarar.

Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu 2002 að þau hefðu látið ræna 13 Japönum á áttunda og níunda áratugnum. Fimm af þeim hefðu snúið aftur heim til Japan. Japönsk stjórnvöld telja hins vegar að Norður-Kórea hafi rænt 17 Japönum og að fimm þeirra stundi nú njósnir í Japan.

Norður-kóresk stjórnvöld segja að átta af þeim þrettán Japönum, sem var rænt, séu látnir og að fjórir hafi aldrei komið til Norður-Kóreu.

Tanaka þarf væntanlega ekki að reikna með að fá að yfirgefa Norður-Kóreu enda er ekki til siðs þar í landi að hleypa fólki úr landi enda gæti það þá uppgötvað að lífið þar í landi er allt annað en sæluvist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð