fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Nýjar kenningar um ránið á Anne-Elisabeth – Er mannránið yfirvarp yfir eitthvað annað og stærra?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 05:59

Anne-Elisabeth Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru liðnar 15 vikur síðan að síðast heyrðist og sást til Anne-Elisabeth Hagen, 68 ára, sem hvarf frá heimili sínu í Lørenskog rétt utan við Osló. Hún er eiginkona Tom Hagen sem er landsþekktur milljarðamæringur. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Krafa um lausnargjald, í rafmynt, var skilin eftir á miðum á heimil hjónanna. Lítið hefur heyrst frá mannræningjunum á þessum 15 vikum og ekki er vitað hvort Anne-Elisabeth er lífs eða liðin. En nú beinast sjónir lögreglunnar að því hvort mannræningjarnir hafi eitthvað annað í hyggju en fjárhagslegan ávinning af því að ræna Anne-Elisabeth.

VG skýrir frá þessu. Blaðið segir að fyrir um hálfum mánuði hafi verið skýrt frá því að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskyldu Anne-Elisabeth í gegnum nýja samskiptagátt. Áður hafði önnur samskiptagátt verið notuð af þeim en hún gaf aðeins færi á samskiptum í aðra áttina, mannræningjarnir til fjölskyldunnar. VG segir að í síðustu skilaboðum hafi verið settar fram hugmyndir um hvernig mannræningjarnir geti sýnt fjölskyldu Anne-Elisabeth að hún sé á lífi. Lögreglan er sögð sátt við þá leið sem mannræningjarnir viðruðu í þessum samskiptum.

Talsmaður lögreglunnar staðfesti á föstudaginn að ekkert hafi heyrst frá mannræningjunum eftir þessi samskipti.

VG segist hafa heimildir fyrir að vaxandi óróleiki sé innan lögreglunnar vegna málsins og sú spurning verði sífellt áleitnari af hverju mannræningjarnir hafa ekki sent neitt til staðfestingar á að Anne-Elisabeth sé á lífi.

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hennar. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ein kenninging sem nú er uppi innan lögreglunnar er að mannræningjarnir séu að vinna tíma með því að aðhafast lítið og reyna á þolrif lögreglunnar til hins ýtrasta. Hugsanlegt sé að Anne-Elisabeth hafi verið rænt til að beina athyglinni frá öðru afbroti.

VG segir að í þessu samhengi íhugi lögreglan nú ýmislegt. Þar á meðal hvar rannsóknin á máli Anne-Elisabeth komi helst niður á lögreglunni, úr hvað rannsóknum lögreglumenn hafi verið teknir til að rannsaka mál hennar. Einnig er skoðað hvort önnur alvarleg afbrot hafi verið framin án þess að lögreglan hafi komist á snoðir um þau. Þriðji möguleikinn er hvort eitthvað stórt sé í uppsiglingu hjá aðilum í undirheimunum.

Það veldur að sögn óróleika innan lögreglunnar hversu lítið hefur heyrst frá mannræningjunum en það stríðir gegn „venjulegum“ gangi mannránsmála þar sem lausnargjald er það sem rekur mannræningjana áfram.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við VG að þegar fólki væri rænt og lausnargjalds krafist væri eðlilegt að vænta þess að lausnargjaldið væri innleyst. Þar sem mannræningjarnir hafi ekki sýnt fram á að Anne-Elisabeth sé á lífi sé eðlilegt að sjónir manna beinist að af hverju svo sé. Hann vildi ekki tjá sig um hvaða hugmyndir lögreglan hefði um fyrirætlanir mannræningjanna.

Ekki er útilokað að ekkert hafi heyrst frá Anne-Elisabeth þar sem eitthvað gæti hafa komið fyrir hana eftir að henni var rænt. Lögreglan vinnur aðallega út frá þeirri kenningu að henni hafi verið rænt en hefur ekki útilokað að hún hafi verið myrt, orðið fyrir óhappi eða að hún hafi látið sig hverfa af sjálfsdáðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum