Á sunnudaginn tilkynnti fyrirtækið síðan að geimfarinu verði skotið á loft næstkomandi föstudag. Geimferðin verður farin í samvinnu við Israel Aerosparce Industries (IAI), sem er í ríkiseigu, en IAI hefur tekið þátt í þróunarvinnu við geimfarið sem nefnist Beresheet. En stærsti hluti kostnaðarins er þó greiddur af einkaaðilum.
Geimfarið verður sent á loft með eldflaug frá SpaceX fyrirtæki Elon Musk. Geimskotið átti að vera í desember en því varð að fresta að sögn SpaceIL vegna tafa hjá SpaceX.
Eftir um tveggja mánaða ferð um geiminn mun geimfarið ná til tunglsins, fara á braut um það og að lokum lenda þar. Um borð verður tímahylki með geisladiskum sem innihalda myndir af Ísraelsmönnum, teikningar frá ísraelskum börnum og aðrir minjagripir tengdir Ísrael, þar á meðal sögur eftirlifenda úr útrýmingarbúðum nasista. Geimfarið á ekki að snúa aftur til jarðarinnar.
Verkefnið á að sýna hvers Ísrael er megnugt á þessu sviði en auk þess vonast SpaceIL til að þetta opni fyrir frekari vísindarannsóknir og menntun næstu kynslóða.