fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Einkafyrirtæki ætlar að lenda geimfari á tunglinu innan nokkurra vikna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 21:00

Tunglið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti töluverða athygli í júlí á síðasta ári þegar ísraelska fyrirtækið SpaceIL tilkynnti að Ísrael, sem fjórða landið í heiminum, ætli að lenda geimfari á tunglinu. Nú þegar hafa Bandaríkin, Sovétríkin og Kína lent geimförum heilu og höldnu á tunglinu en aðeins Bandaríkjamenn hafa sett menn þangað.

Á sunnudaginn tilkynnti fyrirtækið síðan að geimfarinu verði skotið á loft næstkomandi föstudag. Geimferðin verður farin í samvinnu við Israel Aerosparce Industries (IAI), sem er í ríkiseigu, en IAI hefur tekið þátt í þróunarvinnu við geimfarið sem nefnist Beresheet. En stærsti hluti kostnaðarins er þó greiddur af einkaaðilum.

Geimfarið verður sent á loft með eldflaug frá SpaceX fyrirtæki Elon Musk. Geimskotið átti að vera í desember en því varð að fresta að sögn SpaceIL vegna tafa hjá SpaceX.

Eftir um tveggja mánaða ferð um geiminn mun geimfarið ná til tunglsins, fara á braut um það og að lokum lenda þar. Um borð verður tímahylki með geisladiskum sem innihalda myndir af Ísraelsmönnum, teikningar frá ísraelskum börnum og aðrir minjagripir tengdir Ísrael, þar á meðal sögur eftirlifenda úr útrýmingarbúðum nasista. Geimfarið á ekki að snúa aftur til jarðarinnar.

Verkefnið á að sýna hvers Ísrael er megnugt á þessu sviði en auk þess vonast SpaceIL til að þetta opni fyrir frekari vísindarannsóknir og menntun næstu kynslóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“