fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Er hann faðir 200 barna? DNA-rannsókn á að skera úr um það

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 05:59

DNA-sýni meðhöndlað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn unnu 22 börn, sem öll voru getin með gjafasæði úr sæðisbanka, sigur fyrir hollenskum dómstól. Dómstóllinn úrskurðaði að þau eigi rétt á að gerð verði DNA-rannsókn á erfðaefni þeirra og læknis, sem starfaði á frjósemisstofunni þar sem mæður þeirra fengu frjósemismeðferð, og kom að frjóvgun mæðra þeirra.

Læknirinn, Jan Karbaat, sem lést í apríl 2017, 89 ára að aldri, er grunaður um að hafa notað eigið sæði í stað gjafasæðis við frjóvgun allt að 200 kvenna. Líkur eru taldar á að hann sé því í raun faðir 200 barna.

The Guardian og CNN eru meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem skýra frá þessu. Fram kemur að Karbaat sé grunaður um að hafa stundað það lengi að skipta gjafasæði út með sínu eigin sæði. Hann þvertók fyrir þessar ásakanir alla tíð og neitaði að sýna nokkurn samstarfsvilja í málinu.

DNA-sýni úr syni hans sýnir þó að „líffræðileg tengsl sem skipta máli“ eru á milli sonarins og 47 gjafabarna sem faðir hans kom í heiminn með frjóvgun á frjósemisstofu sinni. Samkvæmt hollenskum lögum má ekki nota sæði hvers gjafa til meira en 25 frjóvgana.

Í úrskurði dómstólsins kemur fram að næg gögn liggi fyrir sem bendi til að læknirinn hafi ekki farið að lögum. Til dæmis sé því „ekki mótmælt að mörg gjafabörnin líkist“ Karbaat.

Karbaat var yfirheyrður 2017 og þá voru 27 DNA-sýni úr honum tekin til varðveislu, þar á meðal hár og tannbursti. Þá taldi dómstóll ekki nægilega vel sannað að þörf væri á samanburðarrannsókn. Nú verða þessi 27 sýni notuð til að bera erfðaefni Karbaat saman við erfðaefni glasabarnanna.

Lögum um glasafrjóvgun var breytt 2004 og samkvæmt þeim eiga glasabörn, fædd fyrir þann tíma, ekki rétt á að vita hverjir líffræðilegir foreldrar þeirra eru. Í úrskurði dómstólsins á miðvikudaginn er kveðið upp úr um að í þessu máli eigi þau rétt á þessum upplýsingum þar sem málið sé svo sérstakt að það vegi þyngra en fyrrgreind lög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?