Unglingspiltur fannst látinn í skógi í Märsta í Stokkhólmi í gærkvöldi. Lögreglan telur að hann hafi verið myrtur. Tilkynnt var um líkfund í skóginum um klukkan 19 í gærkvöldi og var stórt svæði girt af og lokað fyrir allri umferð í kjölfarið vegna rannsóknar lögreglunnar.
Aftonbladet skýrir frá þessu. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að ákveðinn aðili liggi undir grun um að hafa myrt piltinn. Lögreglan vildi þó ekki staðfesta það.