Nú hafa vísindamenn kynnt gögn sem benda til að annar risastór gígur sé undir Grænlandsjökli og sé sá enn stærri en sá sem fyrr var getið. Hann gæti einnig hafa myndast á síðustu ísöld.
Nýja rannsóknin hefur verið birt í tímaritinu Geophysial Research Letters.
„Ef útreikningar okkar eru réttir þá er þetta alveg ótrúlegt. Þá hafa tveir risastórir loftsteinar komið inn í gufuhvolfið á svipuðum tíma og ekki fjarri hvor öðrum. Við erum þá að tala um tíma þar sem menn lifðu einnig á jörðinni.“
Segir Kurt H. Kjær, prófessor og einn höfunda rannsóknarinnar, um þessa uppgötvun.
Hann notar orðið „ef“ um útreikningana og í grein sinni settu vísindamennirnir spurningamerki á eftir titli hennar sem er: „’A second large subglacial impact crater in northwest Greenland?“
Ástæðan er að það hefur ekki verið hægt að taka jarðvegssýni af þessum nýja gíg eins og hinum því hann er svo langt og djúpt undir Grænlandsjökli.
Videnskab.dk hefur eftir Kjær að hann sé ekki alveg viss um að nýja „holan“ sé í raun gígur eftir loftstein en hann sagðist aðeins vera 60% viss um að svo sé.