fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Pressan

Gekk til liðs við Íslamska ríkið 15 ára – Nú er hún barnshafandi og vill komast heim til Bretlands

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 21:00

Mynd sem Lundúnalögreglan birti af stúlkunum þremur 2015.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margir muna eflaust þá var mikil fjölmiðlaumfjöllun 2015 um þrjár breskar skólastúlkur sem fóru frá Bretlandi til Sýrlands til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið. Stúlkurnar voru þá 15 og 16 ára gamlar.

Í flóttamannabúðum í Sýrlandi höfðu blaðamenn The Times nýlega upp á einni stúlkunni en það er Shamima Begum sem er nú orðin 19 ára. Hún er skráð sem flóttamaður númer 28.850 í þessum búðum.

„Ég sé ekki eftir að hafa farið hingað.“

Sagði hún við blaðamann um leið og hún tók andlitsslæðuna frá andlitinu. Hún sagði að á stórveldistíma Íslamska ríkisins hafi hún óskað eftir að giftast enskumælandi liðsmanni samtakanna. Hollendingur, sem hafði snúist til íslamstrúar, var látinn kvænast henni. Hún segir að þau hafi eignast tvö börn sem hafi bæði látist mjög ung.

Nú er hún barnshafandi, gengin átta mánuði, og það er vegna þess sem hún flúði frá síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna í Baghuz og vill nú komast heim til Bretlands.

„Ég var hrædd um að barnið sem ég el bráðum muni líklega deyja eins og hin börnin mín ef ég verð þarna áfram. Þess vegna vil ég komast aftur til Bretlands því ég veit að þar verður hugsað um barnið mitt. Ég geri hvað sem er til að komast aftur heim og lifa í ró og næði með barninu mínu.“

Eiginmaður hennar er nú í haldi andstæðinga Íslamska ríkisins í Sýrlandi.

Blaðamaður spurði hana hvernig hafi verið að búa við yfirráð Íslamska ríkisins og hélt hún því fram að það hafi verið eins og eðlilegt líf, næstum því.

„Öðru hvoru voru sprengingar og fleira. En þess utan . . . .“

Sagði hún og ræddi síðan um viðbrögð sín þegar hún sá afskorið höfuð í fyrsta sinn en það var í ruslatunnu.

„Það var af hermanni sem hafði verið handsamaður á vígvellinum, óvini íslam. Ég hugsaði bara með mér hvað hann hefði gert við múslímakonu ef hann hefði fengið tækifæri.“

Flótti Begum og vinkvenna hennar til Sýrlands vakti mikla athygli á sínum tíma vegna þess hversu ungar þær voru. Þær héldu sambandi fyrst í stað eftir komuna til Sýrlands. Vitað er að önnur hinna stúlknanna lést í loftárás 2016 en ekki er vitað hvort hin er lífs eða liðin.

„Ég hélt aldrei að þetta myndi gerast. Í upphafi var ég í afneitun því ég hélt að ef við myndum deyja, myndum við deyja saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Arsenal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann

Ef þú hættir að drekka kaffi þá hefur það þessi jákvæðu áhrif á líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“

Syrgjandi háhyrningskýrin sást aftur á sundi með látinn kálf – „Hún er að syrgja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma

Sérfræðingar segja að þetta eigi aldrei að gera rétt fyrir háttatíma
Pressan
Fyrir 5 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS