En nú eru þessi draumar brostnir, í bili að minnsta kosti, því Mars One Ventures AG hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að sögn Swiss Official Gazette of Commerce. Hollenski frumkvöðullinn og stofnandi fyrirtækisins, Bas Lansdorp, staðfesti þetta í samtali við Engadget. Hann sagði að verið væri að reyna að finna lausnir á málinu en ljóst sé að það þurfi meira fjármagn ef hægt á að vera að senda fólk til Mars.
Til stóð að fjármagna verkefnið með sölu á sjónvarpsrétti. Hugmyndin var að taka allt upp frá upphafi, valferlinu á geimförum og þar til þeir kæmu til Mars.