fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Mars One gjaldþrota – Útséð með Marsferð áhugasamra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 05:59

Mars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru stórhuga fyrirætlanir hjá forsvarsmönnum Mars One Ventures AG fyrirtækisins þegar því var hleypt af stokkunum fyrir nokkrum árum. Senda átti fjóra menn og/eða konur til Mars 2026. Síðan átti að senda fólk þangað á hverju ári þar til fólk færi að eignast börn á Rauðu plánetunni. Auglýst var eftir áhugasömum sem vildu fara til Mars og sóttu 200.000 manns um að fá miða aðra leiðina þangað því ekki var gert ráð fyrir að það kæmi nokkru sinni aftur til jarðarinnar.

En nú eru þessi draumar brostnir, í bili að minnsta kosti, því Mars One Ventures AG hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að sögn Swiss Official Gazette of Commerce. Hollenski frumkvöðullinn og stofnandi fyrirtækisins, Bas Lansdorp, staðfesti þetta í samtali við Engadget. Hann sagði að verið væri að reyna að finna lausnir á málinu en ljóst sé að það þurfi meira fjármagn ef hægt á að vera að senda fólk til Mars.

Til stóð að fjármagna verkefnið með sölu á sjónvarpsrétti. Hugmyndin var að taka allt upp frá upphafi, valferlinu á geimförum og þar til þeir kæmu til Mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega