fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Lögreglumenn slá í gegn á netinu – Hverjum hefði dottið í hug að lögreglumenn geri þetta á næturvaktinni? Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 19:00

Á fleygiferð niður brekkuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af tólf norskum lögreglumönnum hefur farið sigurför um netheima undanfarnar klukkustundir og verið sýnt á stórum sjónvarpsstöðum á borð við Sky News og ABC News.

„Okkur datt í hug að skemmta okkur aðeins.“

Sagði Ketil Stene, varðstjóri á lögreglustöðinni í Heimdal, í samtali við Norska ríkisútvarpið um myndbandið.

Þegar leið að vaktskiptum um miðja nótt nýlega ákváðu lögreglumenn á Heimdalstöðinni að skora á félaga sína á aðallögreglustöðinni í sleðakeppni.

Lögreglumennirnir fundu bratta brekku, sem var lokuð fyrir umferð, sem hentaði vel til sleðakeppni. Þeir stóðu hinsvegar frammi fyrir þeim vanda að þeir voru hvorki með sleða né snjóþotur.

En laganna verðir létu það ekki stöðva sig og notuðu einfaldlega stóra plastskildi, óeirðaskildi, til að renna sér á. Þeir reyndust henta vel til íþróttaiðkunar á borð við þessa.

Lena Aanensen, lögreglukona, sagði að þau hafi ekki átt von á svo miklum viðbrögðum eins og raun hefur orðið á.

Þátttakendur eru ekki á einu máli um hver hafi sigrað í keppninni og sagði Aanensen, með bros á vör, að starfsmenn fjarskiptamiðstöðvarinnar séu grunaðir um að hafa haft rangt við enda hafi þeir mætt óboðnir til leiks. Þeir hafi verið með alveg nýja og ónotaða skildi og hafi sigrað í báðum umferðunum. Ekki sé víst að þeim verði boðið með þegar næsta keppni fer fram.

https://www.facebook.com/stasjonsor/videos/369036703675165/?t=5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vardy kveður í sumar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“

Viðtal við tvíburasystur vekur mikla athygli – „Topp 5 besta viðtal allra tíma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949