fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Algjört hrun vofir yfir – Eftir 100 ár geta skordýrin verið horfin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 23:00

Þeir geta orðið rúmlega 5 sm á lengd. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skordýrum um allan heim fer fækkandi og þessi þróun getur haft „hrikalegar afleiðingar fyrir vistkerfi heimsins og mannkynið“. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu Biological Conservation.

The Guardian fjallar um málið. Fram kemur að notkun skordýraeiturs sé helsti sökudólgurinn. Fram kemur að fjölda dýra í 40 prósentum skordýrategunda heimsins fækki og að þriðjungur skordýrategunda sé í útrýmingarhættu. Skordýrum fækkar um 2,5 prósent á ári í heildina og ef þessi þróun heldur áfram verða skordýrin hugsanlega horfin af sjónarsviðinu eftir 100 ár segir í rannsókninni. Höfundar hennar tala um þetta „sem sjöttu útrýmingu sögunnar“.

Þeir segja að ef við breytum ekki matvælaframleiðslu okkar verði allar skordýrategundir í útrýmingarhættu innan fárra áratuga. Það geti síðan valdið hruni vistkerfa en skordýr eru mikilvæg fyrir þau, sérstaklega þar sem þau eru fæða margra dýra. Ef þessi fæðuuppspretta hverfur fer þeim dýrum, sem éta skordýr, að fækka.

Önnur rannsókn, frá Púertó Ríkó, styður þetta en þar hefur fuglum fækkað um 80 prósent í Luquillo regnskóginum í kjölfar þess að fljúgandi skordýrum hefur fækkað um 80 prósent og 98 prósent af skordýrum á jörðu niðri eru horfin. Þýsk rannsókn frá 2017 sýnir að heildarmagn fljúgandi skordýra hefur minnkað um 27 prósent á 27 árum.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt sömu niðurstöðu en nýja rannsóknin sker sig úr að því leyti að hún sýnir að þessi þróun er alþjóðleg. Hún var unnin upp úr 73 rannsóknum á þessu sviði, aðallega frá Vesturlöndum en einnig frá Ástralíu, Brasilíu og Kína.

Notkun skordýraeiturs í landbúnaði er aðalástæðan fyrir þessu að sögn höfundanna en loftslagsbreytingar og breyttir búsetuþætti eiga einnig hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár