fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Reikningsmistök – Páskarnir eru á röngum tíma á þessu ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskadagur á þessu ári verður þann 21. apríl en sumir hafa kannski áttað sig á að þessi dagsetning er ekki sú rétta fyrir páska ársins. Ef allt væri eðlilegt ættu þeir að vera þann 24. mars. Af hverju spyrja sumir kannski?

Samkvæmt hefðinni á páskadagur að vera fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur. Svona hefur þetta verið síðan reglan var tekin upp á kirkjufundinum í Nicaea árið 325. En þetta árið er reglunni ekki fylgt nákvæmlega eftir.

Í ár eru vorjafndægur þann 20. mars og daginn eftir er fullt tungl. Fyrsti sunnudagur á eftir því er 24. mars.  Þar af leiðandi ætti páskadagur að vera þá en dagatalið þitt sýnir örugglega svart á hvítu að svo er ekki.

Fjallað er um málið á vef videnskab.dk. Þar er haft eftir Claus Jørgen Clausen, doktor í fornleifastjörnufræði, að ýmsar ástæður séu fyrir að þetta sé svona þetta árið. Það megi segja að dagatalið okkar fylgi sólinni en það passi ekki alltaf saman við gang tunglsins.

Þegar kirkjufundurinn fór fram í Nicaea árið 325 var ákveðið hvaða regla ætti að ákveða hvenær páskar væru ár hvert. En á fundinum var einnig ákveðið að vorjafndægur skyldi alltaf vera þann 21. mars. Vandinn er bara að vorjafndægur er ekki alltaf á sama degi. Í ár og nokkur næstu ár fellur það á 20. mars. Clausen segir að það valdi síðan vanda í ár að það er fullt tungl þann 21. mars. Áður fyrr hafi verið erfitt að vita hvort það var fullt tungl eða vorjafndægur og þá hafi menn kannski misst af fullu tungli og beðið eftir því næsta.

Til að reyna að ráða bót á þessu gerði þýski stærðfræðingurinn Carl Friedrich Gauss algóryþma árið 1800 sem reiknar tímasetningu páskanna út án þess að fylgst sé náið með stöðu tungls og sólar. En þessi algóryþmi getur líka reiknað rangt út því sum árin eru vorjafndægur og fullt tungl svo nálægt hvort öðru að næsta fulla tungl er þess í stað tekið með í útreikninginn og það er einmitt það sem á sér stað á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun

Rússar hóta að ráðast á Pólland: Skutu langdrægri eldflaug á Úkraínu í morgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland