fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 06:31

Sonur Mercedes og Rich.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er draumur margra að eignast barn og gleðin sem því fylgir er oft mikil. En það getur ýmislegt farið öðruvísi en lagt er upp með hvað varðar barneignir. Það geta komið upp vandamál á meðgöngu, það getur verið erfiðleikum bundið að geta barn og það geta komið upp erfiðleikar eftir fæðinguna. En sem betur fer gengur þetta vel í flestum tilfellum og þessar erfiðu stundir gleymast fljótt þegar fallegt og heilbrigt barn er komið í heiminn.

Rich Cushworth, frá Englandi, og eiginkona hans Mercedes Casanellas, frá El Salvador, áttu von á syni. Þegar Mercedes fór til læknis í El Salvador í mæðraskoðun sagði hann að vandmál væru komin upp varðandi meðgönguna og að hún þyrfti því að gangast undir keisaraskurð þegar í stað. Rich var erlendis og náði því ekki tímanlega á sjúkrahúsið.

Mercedes þurfti því að fara í gegnum þetta án þess að hafa hann við hlið sér. Að aðgerðinni lokinni fékk hún að halda á nýfæddum syni sínum í smástund áður en hann var fluttur á gjörgæsludeild til aðhlynningar. Hún sá hann síðan ekki næsta sólarhringinn.

Þegar hún sá hann næst sá hún strax að það var eitthvað sem passaði ekki. Hana grunaði að hún hefði fengið rangt barn í hendurnar. En læknarnir aftóku það með öllu og staðhæfðu að hún hefði fengið rétta barnið.

Fjölskyldan.

Eftir nokkurra daga dvöl á sjúkrahúsinu flugu hún og Rich heim til Texas í Bandaríkjunum með son sinn. En það var alltaf einhver efi innra með Mercedes og hann hélt áfram að vaxa með degi hverjum. Að lokum ákváðu þau hjónin að láta gera dna-rannsókn til að fá úr því skorið hvort Mercedes hefði rétt fyrir sér.

Þegar svarið kom var það nákvæmlega eins og hún hafði haldið. Þau voru ekki foreldrar drengsins sem þau höfðu nú hugsað um í níu mánuði. The Independent skýrir frá þessu. Rannsókn hófst strax á málinu til að hægt væri að finna son þeirra í El Salvador. Dna-rannsóknir voru gerðar á öllum mæðrunum sem höfðu legið á fæðingardeildinni með Mercedes. Á grunni þeirra var hægt að hafa uppi á hinni konunni sem hafði fengið rangan dreng með sér heim.

Í kjölfarið hófst töluverð pappírsvinna en á endanum tókst þeim að fá son sinn heim til Bandaríkjanna og hin móðirinn fékk son sinn í staðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“