Byrjað var að setja slík skilti upp við almenningsgarða og opin svæði í bænum fyrir sex árum. Fljótlega byrjuðu þau að hverfa. Ekki er vitað hver eða hverjir eru að verki eða hvaða ástæða liggur að baki þessum þjófnuðum. Það jók síðan dulúðina í kringum þetta enn frekar að í síðustu viku var pakki, með fullt af þessum skiltum, sendur til ráðhússins.
Margar kenningar hafa verið á lofti um þetta dularfulla mál. Því hefur verið velt upp hvort hér sé á ferð safnari sem safni skiltum sem þessum? Eða hvort hér séu fingralangir unglingar á ferð? Nú, eða einhver sem telur að skiltin séu verðmæt.
Starfsmenn sveitarfélagsins segjast varla hafa undan að setja skilti upp, þau hverfi jafnóðum. Þar á bæ hafa menn ekki yfirsýn yfir hversu mörg skilti hafa horfið en vita þó að þau eru mörg.
13 af þessum skiltum skiluðu sér síðan í póstkassa sveitarfélagsins í síðustu viku. Það var ekki til að draga úr vangaveltunum og sagði einn starfsmaður sveitarfélagsins í samtali við jv.dk að hugsanlega hafi samviskan farið að naga þjófinn eða að foreldri hafi fundið skiltin inni í unglingaherberginu og hafi sent unglinginn til að skila þeim.