fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Þetta klósett laðar ferðamenn að í tugþúsunda tali

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 06:59

Hið vinsæla klósett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir fara í ferðalög til að skoða sögulega staði, söfn, gamlar minjar, menningarverðmæti eða stórkostlega náttúru. En á Nýja-Sjálandi er það klósett í bænum Kawakawa, sem er í um fimm klukkustunda akstursfjarlægð frá Auckland, sem heillar ferðamenn einna mest. Árlega koma um 250.000 ferðamenn til að skoða þetta klósett, ekki endilega til að nota það.

News.com.au skýrir frá þessu. Vinsældir klósettsins má rekja til þess að það var hannað af austurríska listamanninum og arkitektinum Friedensreich Hundertwasser. Verk eftir hann er að finna víða um Vínarborg og síðan er auðvitað klósettið vinsæla í Kawakawa.

Er þetta ekki eitthvað sem allir verða að sjá?

Hann er þekktur fyrir að hafa ekki verið hrifinn af beinum línum og mikla litadýrð og áherslu á náttúruna. Það er einmitt þetta sem einkenni þetta vinsæla klósett.

Hundertwasser flutti til Nýja-Sjálands á áttunda áratugnum. Hann hannaði klósettið vinsæla 1999 en það er eina verkið sem hann gerði á Nýja-Sjálandi. Hann lést árið 2000, 71 árs að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni