fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Siðlaust eða eðlilegt? Líffæri úr dauðadæmdum föngum notuð við rannsóknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 21:30

Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vísindamanna, sem stendur að nýrri rannsókn, hefur krafist þess að rúmlega 400 vísindagreinar verði afturkallaðar. Allar snúast þessar greinar um líffæraflutninga. Vísindamennirnir telja að líffærin, sem voru notuð við rannsóknirnar á bak við greinarnar, hafi verið fengin með vafasömum hætti og notuð á ósiðferðislegan hátt því þau hafi verið úr kínverskum föngum sem voru teknir af lífi.

The Guardian skýrir frá þessu. Það eru ástralskir vísindamenn sem voru í forystu fyrir nýju rannsókninni. Þeir hafa afhjúpað mistök í læknisfræðilegum ritum, vísindaritum, á ensku þar sem alþjóðlegar siðareglur, sem eiga að tryggja að líffæragjafar hafi samþykkt líffæragjöfina, hafi ekki verið virtar.

Einn höfunda nýju rannsóknarinnar segir að vísindaritin, vísindamenn og læknastofur sem hafa komið að þessum rannsóknum hafi notað „villimannslegar“ aðferðir til að verða sér úti um líffæri.

„Það er ekki mikill þrýstingur frá stjórnendum rannsókna um að Kínverjar eigi að sýna meira gegnsæi.“

Segir Wendy Rogers, prófessor í læknisfræðilegri siðfræði og prófessor við Macquarie háskólann í Sidney. Þarna á hún við skráningu líffæragjafa.

„Það er eins og allir segi: „Þetta er ekki á okkar ábyrgð.“ Þögn heimsins um þessa villimensku verður að stoppa.“

Vísindamennirnir rannsökuðu 445 vísindagreinar, sem birtust í enskumælandi vísindaritum, og fjölluðu um kínverska líffæraþegar frá janúar 2000 til apríl 2017. Í heildina er fjallað um 85.477 líffæragjafir í þessum greinum en í 99 prósent þeirra kom ekki fram hvort líffæragjafarnir hefðu veitt samþykki.

Kínverjar lofuðu 2015 að hætta að nota líffæri úr föngum sem eru teknir af lífi. En engin ný lög eða reglur hafa verið sett sem banna þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi