CNN segir að réttarmeinafræðingar hafi ekki enn skorið úr um dánarorsök hennar.
Norma Sanchez, móðir Valerie, sagði í samtali við WABC að Valerie hafi verið mjög óttaslegin og örvæntingarfull þegar hún hringdi í hana síðasta sinn en það var kvöldið áður en hún hvarf.
„Hún var virkilega hrædd. Mjög hrædd. Óttaðist um líf sitt.“
Sagði móðir hennar. Hún sagði að Valerie hafi þjáðst af þunglyndi og kvíða. Hún starfaði í bókaverslun Barnes and Noble í Eastchester og hafði gert síðastliðin tvö og hálft ár.
Eftir að ekkert hafði heyrst frá henni í nokkra daga fóru vinnufélagar hennar og ættingjar að lýsa eftir henni og það sama gerði lögreglan.
Lögreglan í Greenwich sagði í fréttatilkynningu að ekkert yrði til sparað til að finna morðingja Valerie og sjá til þess að réttlætið nái fram að ganga. Þá kom einnig fram að margar ábendingar hafi borist vegna málsins. Nágrannar hennar hafa skýrt frá því að hún hafi rifist við unnusta sinn skömmu áður en hún hvarf en ekkert hefur komið fram um hvort hann sé grunaður í málinu.
Ekki er enn vitað hvar hún var myrt.
Móðir hennar er fullviss um að morðinginn finnist.