fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Þrír mánuðir frá hvarfi Anne-Elisabeth – Engin svör

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 06:05

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru 93 dagar síðan Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskog sem er í útjaðri Oslóar í Noregi. Lögreglan og fjölskylda Anne-Elisabeth eru sannfærð um að henni hafi verið rænt enda hefur lausnargjalds upp á 9 milljónir evra verið krafist fyrir hana. Sú krafa var sett fram á miðum sem fundust á heimili hennar eftir hvarf hennar. Anne-Elisabet er gift Tom Hagen sem er einn af ríkustu mönnum Noregs.

Það var að morgni 31. október síðastliðinn sem Tom Hagen fór til vinnu sinnar. Hann kom síðan aftur heim um hádegi en þá var Anne-Elisabeth horfin. Hundur þeirra hafði verið lokaður inni í herbergi og Tom fann fyrrgreinda miða í húsinu. Á þeim kemur fram að greiða þurfi 9 milljónir evra fyrir lausn Anne-Elisabeth og að henni verði unnið mein ef lögreglunni verði blandað í málið. Tom leitaði eiginkonu sinnar næstu mínúturnar en setti sig síðan í samband við lögregluna. Óeinkennisklæddir lögreglumenn hittu hann á bensínstöð fjarri heimilinu til að mannræningjarnir sæju ekki að hann hefði haft samband við lögregluna. Frá upphafi var rannsókn málsins mjög leynileg og voru það alltaf óeinkennisklæddir lögreglumenn sem fóru að heimili hjónanna og notuðu ómerkta bíla með röng skráningarnúmer til að villa um fyrir mannræningjunum en óttast var að þeir fylgdust með húsinu.

Lögreglan skýrði síðan frá málinu á fréttamannafundi þann 9. janúar. Það var gert í samráði við fjölskyldu Anne-Elisabeth. Þetta var gert þar sem rannsókn lögreglunnar hafði ekki miðað neitt áfram allan þennan tíma. Margir norskir fjölmiðlar vissu þá af málinu og höfðu gert um hríð en höfðu farið að ósk lögreglunnar um að skýra ekki frá því vegna eðlis þess.

Anne-Elisabeth Hagen

Vitað er að Anne-Elisabeth talaði við fjölskyldumeðlim í síma klukkan 9.14 þennan morgun, síðan er ekkert vitað um hana. Fjölskylda hennar hefur verið í stopulu sambandi við mannræningjana í gegnum samskiptaforrit, ekki hefur verið skýrt frá hvaða forrit það er, en miðað við fréttir norskra fjölmiðla þá er að sjá að þau samskipti séu aðallega á annan veginn, það er að segja að mannræningjarnir senda skilaboð til fjölskyldunnar. Lögmaður fjölskyldunnar kom því fram á fréttamannafundi í síðustu viku og ræddi málið til að reyna að ná frekara sambandi við mannræningjana.

Í síðustu viku leituðu kafarar lögreglunnar í Langvannet, sem hús Hagen-hjónanna stendur við, og fundu þar „hluti“ sem geta verið áhugaverðir fyrir rannsókn málsins. Þeir eru nú til frekari rannsóknar en lögreglan hefur ekki viljað skýra nánar frá hvað fannst. Í gær, nákvæmlega þremur mánuðum eftir hvarf Anne-Elisabeth, framkvæmdi lögreglan síðan ítarlega vettvangsrannsókn við heimili hjónanna. Á vettvangi voru meðal annars sérfræðingar frá ríkislögreglunni, Kripos, sem notuðu fullkomin tæki til að gera þrívíddarmyndir af húsinu og næsta nágrenni.

Síðdegis í gær höfðu lögreglunni borist 1.380 ábendingar í málinu. Margar þeirra snúa að hvar Anne-Elisabeth geti verið haldið fanginni, hverjir hafi hugsanlega verið að verki og grunsamlegum bílum. En staðan er samt sem áður óbreytt, enginn veit hvar Anne-Elisabeth er.

Þann 10. janúar birti lögreglan upptökur úr eftirlitsmyndavélum við vinnustað Tom en hann er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimili þeirra hjóna. Upptökurnar eru frá því að morgni 31. október þegar Anne-Elisabeth var rænt. Á þeim sjást tveir menn ganga framhjá vinnustaðnum klukkan 07.36 og klukkan 8.00. Ekki er ljóst hvort um tvo menn sé að ræða eða sama manninn í bæði skiptin. Lögreglan útilokar ekki að sá eða þeir sem sjást á upptökunni tengist mannráninu og hafi verið að njósna um Tom Hagen. Ekki hefur tekist að finna þennan mann/þessa menn eða bera kennsl á hann/þá.

Á fréttamannafundi í síðustu viku sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, að aðilar sem segjast hafa Anne-Elisabeth á valdi sínu hefðu sett sig í samband við fjölskylduna vikuna áður. Engar sannanir hafi verið lagðar fram um að Anne-Elisabeth sé á líf eða að þeir séu með hana í haldi. Hann sagði að fjölskyldan tæki þessu sem skýru merki um að Anne-Elisabeth sé á lífi og að fjölskylda hennar geti fengið hana aftur til sín.

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hvarf Anne-Elisabeth og hverjir gætu hafa verið að verki. Ola Kaldager, fyrrum yfirmaður hjá norsku lögreglunni, sagðist nýlega telja að atvinnuglæpamenn frá Balkanskaga hafi verið að verki. Í tengslum við voru birtar fréttir af dularfullum mönnum með veiðstöng, sjónauka og myndavél nærri heimil Hagen-hjónanna áður en Anne-Elisabeth var rænt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð