Niðurstöður þeirra, sem hafa verið birtar í Earth and Planetary Science Letters, sýna að steinninn er hugsanlega fjögurra milljarða ára gamall og að miklar líkur séu á að hann hafi orðið til á jörðinni.
Í steininum fannst steinefnið sirkon en það er hart og sterkbyggt steinefni sem inniheldur ummerki eftir ævaforn jarðfræðileg ferli. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að sirkonið í steininum hafi myndast við aðstæður sem ekki passa við þær sem eru á tunglinu. Sirikon myndast í miklu kaldari og súrefnisríkari bergkviku en er á tunglinu.
Ef þetta steinbrot myndaðist á tunglinu hefur það gerst á 170 km dýpi vegna þess þrýstings sem það hefur orðið fyrir. Það er því niðurstaða vísindamannanna að steinbrotið hafi myndast á jörðinni og þá á aðeins 20 km dýpi.