fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Fulltrúadeildin samþykkti ákærurnar gegn Trump

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 19. desember 2019 08:53

Donald Trump er iðinn við að koma sér í vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt að ákæra Donald Trump 45. forseta Bandaríkjanna. Er hann sá þriðji til að verða ákærður með slíkum hætti í embættinu, sá fyrsti var Andrew Johnson, þriðji forseti Bandaríkjanna árið 1868 og Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna árið 1998, en þær ákærur féllu niður þar sem þær fengust ekki samþykktar í öldungadeildinni.

Meirihluti fulltrúadeildarinnar samþykkti  að Trump hefði misbeitt valdi sínu með 230 atkvæðum gegn 197 og var það að mestu eftir flokkslínum þó svo þrír demókratar hefðu setið hjá, en demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni.

Einnig var samþykkt að Trump hefði hindrað fulltrúadeildina er hún reyndi að afla upplýsinga um málið, með 229 atkvæðum gegn 198.

Nú mun málið fara til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem einnig þarf að samþykkja ákæruna ef hún á að ganga eftir. Það gæti reynst erfiðara þar sem repúblikanar fara með meirihlutann þar á bæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn