fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Bill Gates vill temja orku sólarinnar og bjarga jörðinni okkar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 18:00

Bill Gates. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski milljarðamæringurinn Bill Gates er stórhuga í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur og það nýjasta er engin undantekning. Hann ætlar að setja mikið fé í verkefni sem miðar að því að þróa nýja aðferð til að nýta orku sólarinnar.

Eftir því sem segir í frétt CNN þá heitir fyrirtækið á bak við verkefnið Heliogen. Það ætlar að gjörbylta þeim aðferðum sem við höfum notað til þessa til að nýta sólarorku. Lausnin felst í því sem má kannski einna helst líkja við geislabyssu úr vísindaskáldsögumynd. Fjölmörgum speglum verður komið fyrir á jörðu niðri en þeir eiga að endurvarpa geislum sólarinnar í einn lítinn punkt. Gervigreind mun stýra speglunum til að þeir snúi alltaf að sólinni. Ef hægt verður að nota alla speglana til að beina sólargeislum í einn lítinn punkt verður hægt að mynda allt að 1.000 gráðu hita en það er um fjórðungur þess hita sem er á yfirborði sólarinnar.

Fyrirtækið telur að með þessari aðferð sé hægt að hætta að nota jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa í iðnaði en árið 2010 er talið að iðnaður hafi losað um fimmtung af öllum gróðurhúsaloftegundum, sem losaðar voru, út í andrúmsloftið.

Mikil leynd hvíldi yfir verkefninu þar til í síðustu viku þegar það var kynnt til sögunnar. Bill Gates hefur þó verið viðloðandi verkefnið um langa hríð og hefur sett mikið fjármagn í það. Hann telur það lofa mjög góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“

„Ég drakk grænt te í staðinn fyrir kaffi í einn mánuð og átti ekki von á þessu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana