Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að dætur Conley, þæar Chloe-Ann eins árs og Darcey-Helen tveggja ára, hafi fundist látnar í bíl við heimili þeirra í Brisbane á laugardaginn. Hitinn var þá 31 gráða. Móðir þeirra var handtekin skömmu eftir að stúlkurnar létust.
Samkvæmt fréttum ástralskra fjölmiðla hljóp Conley með stúlkurnar inn í hús og reyndi að kæla þær eftir að hún tók þær úr bílnum. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang og voru stúlkurnar úrskurðaðar látnar á vettvangi.
Talsmaður lögreglunnar segir að svo virðist sem stúlkurnar hafi verið í gríðarlegum hita. Um hörmulegan atburð sé að ræða.
Fjölskyldan var þekkt hjá barnaverndaryfirvöldum.
Conley er einnig ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Hún kemur fyrir dóm 11. desember.