fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Ákærð fyrir morð – Skildi dæturnar eftir í bílnum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 07:02

Kerri-Ann Conley. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerri-Ann Conley, 27, hefur verið ákærð fyrir að hafa orðið ungum dætrum sínum að bana. Þær létust þegar þær voru skildar eftir í bíl þegar mjög heitt var í veðri. Conley er fyrsta manneskja sem er ákærð fyrir morð samkvæmt nýju ákvæði hegningarlaga í Queensland í Ástralíu en ákvæðið víkkar skilgreininguna á hvað telst morð.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að dætur Conley, þæar Chloe-Ann eins árs og Darcey-Helen tveggja ára, hafi fundist látnar í bíl við heimili þeirra í Brisbane á laugardaginn. Hitinn var þá 31 gráða. Móðir þeirra var handtekin skömmu eftir að stúlkurnar létust.

Samkvæmt fréttum ástralskra fjölmiðla hljóp Conley með stúlkurnar inn í hús og reyndi að kæla þær eftir að hún tók þær úr bílnum. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang og voru stúlkurnar úrskurðaðar látnar á vettvangi.

Talsmaður lögreglunnar segir að svo virðist sem stúlkurnar hafi verið í gríðarlegum hita. Um hörmulegan atburð sé að ræða.

Fjölskyldan var þekkt hjá barnaverndaryfirvöldum.

Conley er einnig ákærð fyrir vörslu fíkniefna. Hún kemur fyrir dóm 11. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Í gær

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast
Pressan
Í gær

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið

Birti þessa mynd af jólagjöfinni og missti vinnuna í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann vann glæsilegan sigur en það var upphafið að þjáningum hans

Hann vann glæsilegan sigur en það var upphafið að þjáningum hans