fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Pressan

Þriggja barna faðir – Þetta vildi ég hafa vitað áður en ég eignaðist börn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. nóvember 2019 07:00

Ted Gonder. Mynd;-:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk lærir eitthvað nýtt allt lífið en stundum vildi maður óska að maður hefði vitað eitt og annað töluvert fyrr. Það hefði oft getað komið sér vel í hinum ýmsu aðstæðum. Ted Gonder, 29 ára, sem býr í Chicago í Illinois ákvað nýlega að skrifa yngri útgáfunni af sjálfum sér bréf á Facebook. Hann vissi auðvitað að hans yngra ég myndi aldrei sjá bréfið en vonast til að aðrir feður geti kannski haft gagn af því.

Ted er þriggja barna faðir og hefur því af smávegis reynslu að miðla í tengslum við barnauppeldi. Í bréfinu skrifar hann um nokkur mikilvæg atriði sem hann segist sjálfur gjarnan hafa viljað vita áður en hann varð faðir í fyrsta sinn fyrir fimm árum.

„Hún bar barnið í maga sér í níu mánuði. Þú skalt bera barnið á maganum í níu mánuði í hvert sinn sem þú færð tækifæri til þess. Það hjálpar ekki aðeins henni að jafna sig heldur nærð þú einnig að tengjast barninu meira en þú getur ímyndað þér.“

Segir hann í fyrsta ráðinu.

„Hún hefur barnið á brjósti og þrátt fyrir að það sé fallegt er það einnig lýjandi. Þú skiptir því um bleiu í hvert einasta skipti sem þú hefur tækifæri til. Allt frá fyrstu bleiunni og áfram. Þú kemst fljótt yfir hversu ógeðfellt þetta er. Með þessu kemur þú líka í veg fyrir ójafnvægi og lítilsvirðingu í sambandinu því í hvert sinn sem vinkonur konu þinnar kvarta undan eiginmönnum sínum mun hún monta sig af þér.“

Hljóðar ráð númer tvö upp á. Hann hvetur síðan alla verðandi feður til að hella upp á koffínlaust kaffi fyrir konur sínar á hverjum morgni því þær séu örugglega þreyttar og þarfnist hressingar. Hann segir einnig að sumar konur glími við lágt sjálfsmat í kjölfar barnsburðar og því þurfi karlarnir að muna að minna þær á hversu fallegar þær eru og hjálpa þeim að sjá það á þeim stundum sem þeim líður verst yfir líkama sínum.

https://www.facebook.com/tedgonder/posts/10157174739551201

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Í gær

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist

Hún varð heimsfræg fyrir að hafa læknast af krabbameini – En ekki var allt sem sýndist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst

Flug JL 123 birtist skyndilega á ratsjám 35 árum eftir að vélin fórst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost

Trump biður hæstarétt að setja ný TikTok-lög í frost
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims

Drepinn af hákarli við stærsta kóralrif heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega

Þetta eru þær dýrategundir sem verða flestu fólki að bana árlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar

Læknir segir að svona sé hægt að hraða efnaskiptunum og léttast hraðar