Ted er þriggja barna faðir og hefur því af smávegis reynslu að miðla í tengslum við barnauppeldi. Í bréfinu skrifar hann um nokkur mikilvæg atriði sem hann segist sjálfur gjarnan hafa viljað vita áður en hann varð faðir í fyrsta sinn fyrir fimm árum.
„Hún bar barnið í maga sér í níu mánuði. Þú skalt bera barnið á maganum í níu mánuði í hvert sinn sem þú færð tækifæri til þess. Það hjálpar ekki aðeins henni að jafna sig heldur nærð þú einnig að tengjast barninu meira en þú getur ímyndað þér.“
Segir hann í fyrsta ráðinu.
„Hún hefur barnið á brjósti og þrátt fyrir að það sé fallegt er það einnig lýjandi. Þú skiptir því um bleiu í hvert einasta skipti sem þú hefur tækifæri til. Allt frá fyrstu bleiunni og áfram. Þú kemst fljótt yfir hversu ógeðfellt þetta er. Með þessu kemur þú líka í veg fyrir ójafnvægi og lítilsvirðingu í sambandinu því í hvert sinn sem vinkonur konu þinnar kvarta undan eiginmönnum sínum mun hún monta sig af þér.“
Hljóðar ráð númer tvö upp á. Hann hvetur síðan alla verðandi feður til að hella upp á koffínlaust kaffi fyrir konur sínar á hverjum morgni því þær séu örugglega þreyttar og þarfnist hressingar. Hann segir einnig að sumar konur glími við lágt sjálfsmat í kjölfar barnsburðar og því þurfi karlarnir að muna að minna þær á hversu fallegar þær eru og hjálpa þeim að sjá það á þeim stundum sem þeim líður verst yfir líkama sínum.
https://www.facebook.com/tedgonder/posts/10157174739551201