fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Tímamót í Sádi-Arabíu – Karlar og konur fá að sofa saman á hótelum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 21:30

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður líklegast seint sagt að frjálslyndi, víðsýni og mannréttindi séu í hávegum höfð í hinu íhaldssama konungsríki Sádi-Arabíu. Þar hafa þó ákveðnar breytingar, jákvæðar að margra mati, þó orðið á undanförnum misserum og nú ætla yfirvöld að stíga enn eitt skrefið í átt til meira frjálsræðis.

En þetta nýja frjálsræði mun þó ekki ná til heimamanna heldur aðeins til ferðamanna. Nú ætla yfirvöld að stíga það stóra skref að leyfa erlendum körlum og konum að sofa saman á hótelum. Fólk mun ekki þurfa að sanna áður að það sé í sömu fjölskyldu en sú krafa hefur verið gerð fram að þessu.

Innlendum og erlendum konum verður einnig heimilað að leigja sér hótelherbergi einar. Þetta mun bæta möguleika kvenna til að ferðast einar og fyrir ógifta útlendinga að sofa saman í konungsríkinu en þar er að sjálfsögðu bannað að stunda kynlíf fyrir hjónaband.

Arabíska dagblaðið Okaz skýrði fyrst frá þessu og staðfestu sádi-arabísk ferðamálayfirvöld fréttina síðan. Allir sádi-arabískir ríkisborgarar verða að sýna fram á að þeir séu í hjónabandi til að mega sofa saman á hótelum en þessi krafa mun ekki ná til útlendinga segja yfirvöld. Einnig segja þau að sádi-arabískar konur megi gista einar á hótelum en þær verði að sýna skilríki þegar þær leigja herbergi.

Allt er þetta liður í áætlunum stjórnvalda um að fjölga ferðamönnum í landinu til að auka fjölbreytnina í efnahag landsins. Vonast er til að hægt verði að fjölga ferðamönnum, sem heimsækja landið, í 100 milljónir á ári fyrir árið 2030.

Nýlega var tilkynnt að erlendar konur þurfi ekki að klæðast eins og heimakonur sem klæðast yfirleitt síðum svörtum kuflum og hylja andlit sitt. Erlendar konur þurfa „aðeins“ að „klæða sig sómasamlega“ segja yfirvöld án þess að skilgreina nánar hvað er sómasamlegt í þessum efnum. Áfengi verður áfram bannað í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni