fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Þvottabirnir dreifa úr sér í Evrópu – Bera með sér sníkjudýr sem er hættulegt fólki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. október 2019 06:00

Þvottabjörn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þvottabirnir eru upprunnir frá Norður-Ameríku en bárust til Evrópu fyrir löngu og hafa nú heldur betur dreift úr sér í náttúrunni. Þeir eru taldir miklir skaðvaldar og óvelkomin tegund í evrópskri náttúru. Þeir ógna ekki aðeins dýrum og plöntum heldur getur okkur mönnunum einnig stafað hætta af þeim.

Þvottabirnir geta borið með sér sníkjudýr sem er hættulegt fólki. Þetta sníkjudýr getur borist í fólk í gegnum saur þvottabjarna og berst víða um mannslíkamann og á endanum upp í heilann og veldur þá heilaskaða og getur orðið fólki að bana.

Þvottabirnir eru einnig góðir í að klifra og því stafar fuglum og eggjum þeirra hætta af þeim, bæði á jörðu niðri og uppi í trjám. Mikið er af þvottabjörnum í Þýskalandi en þar eru um 100.000 skotnir árlega.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla óttast dönsk yfirvöld nú að þvottabirnir nemi land fyrir alvöru  í Danmörku. Fram að þessu hefur einn og einn þvottabjörn slæðst til Danmerkur en ekki að sjá að þeir hafi tekið sér bólfestu af alvöru ennþá. Um 20 þvottabirnir eru skotnir árlega um allt land en talið er að dýrin hafi verið gæludýr en hafi síðan verið sleppt laustum.

Á sunnanverðu Jótlandi, sem er landfast við Þýskaland, er ekið á nokkra þvottabirni árlega. Þeir hafa þá slæðst yfir landamærin og má vænta þess að sífellt fleiri fylgi í kjölfarið eftir því sem stofninn vex í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði