fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Umdeilt lesendabréf í dönsku dagblaði – „Sumir lesa þetta eins og það sé í lagi að drepa börn“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 06:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska dagblaðið Information er í miklum mótvindi þessa dagana eftir að blaðið birti grein eftir Jan Andersen á laugardaginn. Hann drap fimm ára dóttur sína árið 1993 með því að kyrkja hana með þvottasnúru. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir morðið. Greinin er mesta lesna greinin á vef blaðsins en hefur sætt svo mikilli gagnrýni að blaðið hefur neyðst til að skýra ástæður þess að ákveðið var að birta greinina.

Í grein Andersen segir meðal annars: „gætilega lagði ég snúru um háls hennar og kyssti ljóst hár hennar bless“ og „sál hennar gat flogið á brott með friði“.

Margir hafa spurt af hverju grein sem þessi sé birt, þar sem því sé lýst hvernig greinarhöfundur myrti barn sitt.

Gry Inger Reiter, ritstjóri aðsendra greina í Information, skýrði afstöðu blaðsins í leiðara í gær og sagði að henni fyndist greinin mikilvæg.

„Hugsið ykkur ef við gætum komið í veg fyrir ofbeldið. Það krefst þess að við reynum að koma í veg fyrir að ofbeldismenn verði til. Til að geta það verðum við að reyna að skilja hvað það er sem rekur fólk til ofbeldisverka.“

Mörgum lesendum fannst Andersen koma með nánast ljóðræna lýsingu á voðaverkinu.

„Nei, hann sá snúruna ekki leggjast um háls hennar og síðan sá hann ekki hvernig sál hennar slapp laus og flaug út um gluggann. Hann sá dóttur sína með útþanin augu í takmarkalausum ótta og hryllingi á meðan hún reyndi líklegast í örvæntingu að losa snúruna af hálsinum með litlum hjálparlausum fingrum sínum, reyndi í örvæntingu að ná andanum. Kannski reyndi hún að kalla á móður sína?“

Skrifaði Louise Maack Pettersson í athugasemd við greinina á Facebook en þessi athugasemd hennar hefur vakið mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til