„En ef einhverja vantar blýanta geta þeir auðvitað fengið lánað hjá mér.“
Amanda hugsaði með sér að þetta væri fallega gert og sá til þess að þeir nemendur, sem ekki voru með blýanta, fengju blýanta hjá drengnum. Þegar hún var að ydda einn blýantainn tók hún eftir svolitlu óvæntu á honum og við nánari skoðun var svipað að sjá á öllum blýöntum hans. Móðir hans hafði skrifað skilaboð til hans á blýantana.
„Þetta verður gott ár.“
„Fylgdu draumum þínum.“
„Ekki gefast upp.“
„Ég elska þig.“
„Þú munt breyta heiminum.“
Var meðal þess sem hún hafði skrifað á blýantana.“
Amanda var djúpt snortin yfir þessu og tók mynd af blýöntunum og deildi á samfélagsmiðlum.
„Það tók örugglega bara nokkrar mínútur að gera þetta en það nægði til að gleðja hann allan daginn. Þökk sé móður hans man hann eftir hvers virði hann er og honum finnst að bekkjarfélagar hans eigi að finna til þess sama.“
Skrifaði Amanda meðal annars á Facebook.