fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Eiginkonu eins ríkasta manns Noregs rænt – Krefjast 1,3 milljarða í lausnargjald

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 07:48

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 31. október 2018 hvarf Anne-Elisabeth Falkevik Hagen frá heimili sínu í Lørenskog í Akershus í Noregi og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins af miklum krafti og hefur haldið því leyndu þar til í dag. Ekki er annað vitað en að Anne hafi verið rænt en lausnargjalds hefur verið krafist fyrir hana. Mannræningjarnir vilja fá 9 milljónir evra greiddar í rafmynt fyrir að láta hana lausa en það svarar til um 1,3 milljarða íslenskra króna. Þeir hafa hótað að vinna henni mein ef lögreglunni væri skýrt frá málinu eða það gert opinbert.

Norskir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í morgun. VG segir að lögreglan hafi lagt nótt við dag til að hafa upp á Anne en hafi lítið miðað við rannsókn málsins. Nú hafi verið ákveðið að skýra opinberlega frá því, nákvæmlega 10 vikum eftir að Anne var numin á brott. Blaðið segir að ekkert hafi heyrst eða spurst til Anne á þessum 10 vikum.

Auk norsku lögreglunnar hafa Europol og Interpol unnið að málinu. Norskir fjölmiðlar hafa vitað af málinu um langa hríð en fóru að hvatningu lögreglunnar um að skýra ekki frá því fyrr en nú.

Anne, sem er 68 ára þriggja barna móðir og amma, var numin á brott frá heimili sínu á Sloraveien á Fjellhamar. Ekki voru merki um innbrot á vettvangi og engar eftirlitsmyndavélar voru í eða við húsið. VG segir að kenning lögreglunnar gangi út á að Anne hafi verið gripin nauðug inni á baðherbergi hússins og flutt á brott, vísbendingar fundust um það í húsinu. VG segist hafa upplýsingar um að skrifuð skilaboð, á bjagaðri norsku, hafi fundist í húsinu og að í þeim hafi komið fram að ef lögreglunni yrði tilkynnt um málið yrði Anne drepin.

VG segir að lausnargjaldsins sé krafist í Monero rafmyntinni sem er þekkt fyrir að vera órekjanleg og allar færslur eru nafnlausar. Það þýðir að ómögulegt er að sjá hver sendir hverjum hvað og af þessum sökum nota margir afbrotamenn þessa rafmynt.

Blaðið segir að einhver samskipti hafi átt sér stað með dulkóðuðum skilaboðum til þeirra sem segjast hafa rænt Anne en þessi samskipti hafi ekki verið mikil.

Anne giftist Tom Hagen þegar hún var 19 ára og eiga þau þrjú börn og mörg barnabörn. Tom Hagen er einn ríkasti maður Noregs en hann hefur hagnast á kaupum og sölu á raforku auk fasteignaviðskipta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?