fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Bæta stöðu kvenna í Sádi-Arabíu – Nú verða þær að fá tilkynningu um skilnað í sms

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 08:10

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í framtíðinni munu konur í Sádi-Arabíu fá sms frá dómstólum landsins þegar eiginmenn þeirra skilja við þær. Þessi nýjung er tekin upp til að binda enda á að karlar skilji við eiginkonur sínar án þess að láta þær vita.

BBC skýrir frá þessu. Dómstólarnir byrjuðu að vinna eftir þessari reglu á sunnudaginn og segir CNN að dómsmálaráðherra landsins segi að þetta sé skref í átt að bættum réttindum kvenna. Í skilaboðunum kemur fram númerið á skilnaðarpappírunum og nafn dómstólsins þar sem konurnar geta sótt skjöl varðandi skilnaðinn. En eins og áður hafa þær ekkert um málið að segja.

Þá hafa yfirvöld opnað fyrir þann möguleika á netinu að konur geta kannað á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins hvort þær séu enn giftar.

Í mörgum Arabaríkjum tíðkast að karlar geta skilið við eiginkonur sínar þegar þeim dettur í hug og jafnvel án þess að láta þær vita segir Suad Abu-Dayyeh hjá mannréttindasamtökunum Equal Rights.

„Í það minnsta vita konurnar að þær eru orðnar fráskildar eða ekki. Þetta er lítið skref en samt skref í rétta átt.“

Sagði hún.

En þessi breyting felur ekki í sér að konurnar eigi rétt á að fá framfærslueyri frá fyrrum eiginmönnum sínum eða að þær fá forræði yfir börnum sínum.

Þessi nýjung er hluti af félags- og efnahagslegum umbótum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu sem ganga undir heitinu Vision 2030 en samkvæmt þessari áætlun hafa konur nú fengið heimild til að taka bílpróf og þar með aka bílum.

En það er enn margt sem konur í Sádi-Arabíu mega ekki gera án þess að fá leyfi karlkyns „forráðamanna“ þeirra en það eru yfirleitt eiginmenn, feður, bræður eða synir. Þær geta til dæmis ekki sótt um vegabréf, farið til útlanda, gengið í hjónaband, opnað bankareikning, stofnað fyrirtæki eða yfirgefið fangelsi án þess að fá til þess heimild „forráðamanns“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum