fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Anna þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi – Húðin er eins og fiskihúð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 07:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna litla fæddist eftir aðeins 34 vikna meðgöngu. Hún var tekin með bráðakeisaraskurði. Móðir hennar segist strax hafa áttað sig á að eitthvað var að barninu, meira en bara að hún væri fyrirburi.

Húð stúlkunnar byrjaði að stífna skömmu eftir fæðinguna og hjúkrunarfólkið vissi ekki hvernig það átti að bregðast við. Ástæðan fyrir þessu er sjaldgæfur húðsjúkdómur sem heitir iktyose en hann leggst á 1 af hverjum 300.000. Það einkennir sjúkdóminn að húðin fær ytra lag sem líkist einna helst skeljum, hún getur orðið gróf og þykk og minnir því að vissu leyti á húð fiska.

Skömmu eftir fæðinguna varð Jennie Wilklow, móðir Önnu, að hætta í vinnunni því Anna þarfnast stöðugrar umönnunnar. Á Facebooksíðunni Hope for Anna er sagt frá henni og lífi hennar.

Anna er lífsglöð stúlka.

Vinur fjölskyldunnar hefur hrundið fjársöfnun af stað fyrir fjölskylduna og einnig safnar fjölskyldan peningum sem verða látnir renna til rannsókna á sjúkdómnum.

Foreldrar Önnu segja hana vera lífsglatt barn sem þau gætu ekki elskað meira þótt hún væri ekki með þennan sjúkdóm. Hún mun aldrei ná bata en hægt er að hjálpa henni með því að baða hana oft og bera mikið af kremum á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Í gær

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

Mikil fækkun á komum erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón

Hundur bjargaði tveggja ára dreng sem ráfaði næturlangt í óbyggðum innan um ljón
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dómsdagsmamman sakfelld fyrir annað morð

Dómsdagsmamman sakfelld fyrir annað morð